26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. desember 2023 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Greta Ósk Óskarsdóttir (GÓÓ) fyrir Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 10:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:13
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 10:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:14

Bergþór Ólason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir voru fjarverandi.
Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 544. mál - framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hákon Þorsteinsson, Guðmund Bjarna Ragnarsson og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti.

Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Dagbjört Hákonardóttir, Jódís Skúladóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Greta Ósk Óskarsdóttir. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

3) 349. mál - vopnalög Kl. 10:28
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Hönnu Rún Sverrisdóttur frá dómsmálaráðuneyti.

4) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 11:27
Nefndin fjallaði um málið.

5) Heiðurslaun listamanna Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:49